Sími: 8471971
Félagsfærni
Að eiga samskipti við aðra, að átta sig á óskrifuðu reglunum, að kunna að panta tíma, biðja um, bjóða eða þiggja hjálp, að hlusta og skilja það sem okkur er sagt og bregðast við því á viðeigandi hátt. Að þekkja sín eigin mörk og virða þau sem og mörk annara. Samskipti eru stundum erfið og flókin og krefjast endalausrar þjálfunar. Þetta getur verið yfirþyrmandi og leitt til vanlíðunnar í félagslegum samskiptum.
Með góðri þjálfun og æfingu á jákvæðum nótum er hægt að vinna saman að því að efla félagsfærni.
Frá mér til þín, samskipti og tjáning
Að líða vel í eigin skini
Byrjum á byrjuninni með því að taka stund daglega til að anda djúpt, finna okkur í okkar eigin líkama og nota öndunaræfingar, göngutúra, dans, söng, teygjur. Þetta er stundin sem segir:" Hér er ég!"
Samskipta æfingar
Það getur verið fólki ofviða að hefja spjall eða halda athygli í samtali, hvað þá að hringja í aðra eða svara símanum. í gegnum ýmsa leiki þjálfa ég og styrki samskiptahæfni þeirra sem nýta þjónustu mína.
Menning
Það er svo auðvelt að sætta sig við okkar þægindaramma án þess að prófa eitthvað nýtt. Með því að fara á söfn, sýningar, tónleika, horfa á mynd á öðru tungumáli, og smakka framandi mat styrkjum við sjálfsmynd okkar og gefum heila okkar tækifæri til að vera forvitinn og uppgötva að okkur langar alltaf að vita meira.
Sköpun og listræn tjáning
Við getum öll skapað en oft skortir okkur traust á eigin getu, og það er svo frelsandi að geta tjáð líðan sína og séð með eigin augun að já, við getum öll skapað eitthvað. Þjálfun skapandi hugsunar og tækifæri til listrænnar tjáningar er liður í að kenna lausnamiðaða hugsun og frelsi í samskiptum.