top of page

ADL

Athafnir Dagslegs Lífs

Okkur gengur öllum misvel að fóta okkur í lífinu. Sumt getur reynst okkur ofviða, eða virkað erfitt og þá er mikilvægt að geta leitað aðstoðar. Hlutverk mitt er að aðstoða þig svo þú getir notið alls hins besta sem daglegt líf bíður uppá, á þínum forsendum.

ADL: About

Eftirfarandi aðstoð og meira til

Þjálfun í tímastjórnun

Að mæta á réttum tíma getur verið flókið. Hvort sem um er að ræða aðstoð við að vakna, halda utan um dagskrá dagsins eða koma sér í vinnu, þá mun ég sjá um að auka færni í að ná tökum á tímaskyni.

Þjálfun í húsverkum

Hluti af því að vera frjáls og sjálfstæð er að geta séð um sjálfa sig án þess að þurfa að reiða sig á einhvern annan. Að læra að sjá um þvottinn, að flokka óhreinatauið, að kunna á helstu þvottakerfi þvottavélarinnar og þurrkarans, að hengja upp þvott, brjóta saman og ganga frá? Að ryksuga, moppa og þrífa. Að vökva blómin. Að vita hversu oft á viku þarf að þrífa klósettið? Vantar þjálfun í matreiðslu og allt sem því tilheyrir t.d holl innkaup, þjálfun í notkun áhalda og tækja, uppvask, frágang, tímastjórnun.

Sjálfsumhirða

Það er munur á því að nenna ekki að fara í sturtu eða bursta tennur eða að eiga erfitt með það. Annað er bara tengt leti og dagsformi en hitt er meira tengt skynjun, athöfnum og hindrunum sem fylgja því að sjá um eigið hreinlæti. Með þjálfun og skipulagi get ég aðstoðað með að ráða við þennan nauðsynlegan part af daglegu lífi.

Að koma sér aftur í rútínu

Hvort heldur sem er vegna líkamlega eða andlega veikinda, áfalls eða erfiðra aðstæðna, þá er auvelt að missa tökin á daglegri rútínu og þar af leiðandi öryggistilfinningu. Með aðstoð og leiðsögn er hægt að byggja upp nýja rútínu fyrir næsta kafla í lífinu.

ADL: List
bottom of page